Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Samsung Galaxy XCover 6 Pro 128GB snjallsími
Samsung Galaxy XCover 6 Pro snjallsíminn er hannaður fyrir erfiðar aðstæður. Taktu myndir með 50 MP aðalmyndavélinni eða 13 MP sjálfumyndavélinni og njóttu Android 12 stýrikerfisins með Samsung One UI.
Sterkbyggður
Galaxy XCover 6 Pro er með þykka skel sem hylur símann og tryggir góða vörn. Heim, bakk og valmyndartakkarnir eru allir alvöru takkar, svo auðvelt er að stjórna símanum í vasanum, í rigningu eða með skítugar hendur. Siminn er einnig IP68 ryk-og vatnsvarinn og uppfyllir staðla MIL-STD-810H. Hann þolir ýmsar aðstæður eins og titring, há og lá hitastig og endist allt að 30 mínútur í 1,5 m djúpu vatni. Einnig er hægt að sótthreinsa símann með bakteríudrepandi efnum ef þörf er á.
Skjár
Galaxy XCover 6 Pro er með stórum 6,6" snertiskjá með 2220 x 1080 upplausn ásamt 20:9 skjáhlutföllum. Skjárinn er varinn öflugu Gorilla Glass Victus+ og með Glove Mode ham er hægt að nota skjáinn með þunnum hönskum eða jafnvel blautum skjá.
Myndavél
Að framan finnst 13 MP sjálfumyndavél með f/2.2 ljósopi sem er tilbúinn að taka minnisverðar sjálfur í sveitinni eða á strönd. 50 MP aðalmyndavélin er með f/1.8 ljósop og við hlið hans er 8 MP gleiðlinsa með f/2.2 ljósop ásamt flassi.
Fjarlæganleg rafhlaða
Öfluga 4050 mAh rafhlaðan veitir símanum langa endingu og ef hún er ekki nóg er auðvelt að hlaða símann með USB-C snúru eða einfaldlega skipta um rafhlöðu. Hlustaðu á tónlist eða heyrðu í kúnnum tímunum saman. Athugið að auka rafhlaða fylgir ekki með símanum.
Samsung Dex
Dex gerir þér kleift að breyta viðmóti á örskammri stundu í PC viðmót með gluggum og verkstiku. Hægt er að tengja lyklaborð, mús og skjá við símann til að breyta honum í borðtölvu.
Kraftur
Í símanum er 6 nm átta kjarna Qualcomm Snapdragon 778G og 6 GB af vinnsluminni - nægur kraftur fyrir hispurslausa frammistöðu í langflestum tilvikum. Síminn er með 128 GB geysmlupláss sem hægt er að stækka með microSD minniskorti í allt að 1 TB stærð (selt sér).
Stýrikerfi
Samsung Galaxy XCover 6 Pro er með Google stýrikerfinu Android 12 sem er bætt með One UI viðmótinu frá Samsung sem mynda heilstæða lausn og hjálpa þér að einbeita þér að verkefninu sem fyrir höndum er. Samsung býður upp á fjögur ár af vélbúnaðaruppfærslum á hverjum ársfjórðungi.
Aðrir eiginleikar
- XCover Key - Stillanlegur hliðartakki
- Tvær SIM raufar
- Wi-Fi 6E (802.11ax)
- WiFi Direct
- Bluetooth 5.2
- GPS
- Fingrafara og andlitsskanni