Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Ninja Speedi fjölsuðupottur - 5,7 lítra
Ertu að leita að loftsteikingarpotti eða hægeldunarpotti? Þessi fjölsuðupottur er þá tilvalinn í eldhúsið þar sem hann sameinar krafta þessara tækja í einn. Potturinn býður upp á gufusuðu, bakstur, steikingu og grillun auk þess hefur hann hraðeldunarkerfi. Hægt er að setja flesta lausa hluti í uppþvottavél (sjá leiðbeiningar).
Fyrir fjölskylduna
Fjölsuðupotturinn er rúmgóður með 5,7 lítra rúmmál sem getur eldað mat fyrir allt að 4 manna fjölskyldu, vinahóp og/eða gesti.
Hraðeldunarkerfi
Hraðeldunarkerfið sameinar gufu og loftsteikingu til að búa dásamlegan aðalrétt og meðlæti. Gufan heldur allt að 90% af næringarefnunum og fyllir fljótt matinn með raka. Loftsteikingin gerir matinn stökkan og brúnar hann. Settu einfaldlega hráefnin þín í pottinn með því að nota stillanlega bakkann sem fylgir með.
Speedi máltíðir
Umbreyttu uppáhalds hráefnum þínum í máltíðir með mörgum áferðum á aðeins 15 mínútum. Fullkomið fyrir fljótlega kvöldverði en það koma nokkrar uppskriftir með pottinum svo þú getur byrjað að elda.
Air Fryer/Cooker kerfi
Steiktu franskar, grænmeti og fleira með lítilli sem engri olíu sem minnkar fitumagn um allt að 75% í matnum.
Steiking, grillun, gufusoðning, Sauté, bakstur
Steiktu grænmeti, grillaðu kjúklingabringur, gufusjóddu fisk og bakaðu ilmandi góðan mat.
Einn pottur fyrir allt
Sparaðu tímann og eldaðu allan matinn í einu. Grænmetið er sett í pottinn, grindin er svo sett í og kjötið ofan á, fiskur eða annað prótein og voilá!
Kerfi
- Speedi Meals (Hraðeldun)
- Steam Air Fry (Gufu loftsteiking)
- Steam Bake (Gufubakstur)
- Steam (Gufueldun)
- Air Fry (Loftsteiking)
- Grill
- Bake/Roast (Bakstur/Steiking)
- Dehydrate (Þurrkun)
- Sear/Saute (Brúna/Snöggsteikja)
- Hægeldun
Setja má aukahluti úr pottinum í uppþvottavél (sjá leiðbeiningar).