Heimilistæki

Hljóð og mynd

Símar og úr

Tölvur

Gaming

Snúrur og rafmagn

Snyrting og heilsa

Snjallheimili

Áhugamál og farartæki

Unaðsvörur

InnskráningKarfaUpplýsingarÓskalisti
Duty Free

Garmin Vívofit Jr. 3 snjallúr - Black Panther

0100244110
Ævintýrin bíða barnanna með Vívofit Jr. 3 heilsuúrinu. Með litríkum skjá og hönnun er þetta endingargóða, vatnshelda úr tilbúið í heilt ár af ævintýrum án þess að skipta um rafhlöðu. Hvettu börnin til að klára verkefni með uppáhalds persónum þeirra. Sniðugt snjallúr fyrir krakka.
Bluetooth
Rafhlaða endist í ár
Skrefa og svefnmæli
Hentar fyrir börn 4 ára og eldri
5 ATM vatnsvarið
Hægt að tengja við verkefni
Almennt verð: 16.995 kr.13.706 kr.
Komuverslun
Sjá staðsetningu í verslun
Upplýsingar

Garmin Vivofit Jr. 3 er vatnsvarið heilsuúr sem getur gert leiðinleg heimilisverk skemmtilegri og gerir börnum kleift að fara í spennandi ævintýri sem gera hreyfingu skemmtilegri. Foreldrar geta tímastillt verkefni og heimalærdóm, gefið börnunum sérstök verkefni og verðlaunað með stafrænum krónum. Ólin sýnir þema Adventure App snjallforritisins sem hvetur þau til að ná 60 mínútna hreyfingu á dag. Börnin geta fylgst með árangrinum á auðlæsilega skjánum og foreldrar geta fylgst með árangri og svefni með ókeypis snjallforriti.

Hönnun
Heilsuúrið er gert úr þægilegri og endingargóðri sílikon ól sem er hanna til að hvetja börnin með uppáhalds persónum þeirra. Ólin er stillanleg og hentar úlnliðum með ummál á milli 130 og 175 mm. Úrið er vatnsvarið með 5 ATM vottum svo börnin geta farið með það hvert sem er. Einnig er auðvelt að skipta um ólina til að breyta þema eða skipta á milli stillanlega og teygjanlega ólar.

Mæling
Fylgstu með skrefum barnanna og áætlaða vegalengd í leik, íþróttum og fleira. Þú getur fylgst með gögnunum í Garmin Jr. snjallforritinu.

Skjár
Börnin geta stillt á skjáinn sem hentar þeim best. Hægt er að birta nafn barnsins, tíma og dagsetningu.

Svefmæling
Fylgstu með svefn barnanna svo þú getir verið viss um að þau eru úthvíld og tilbúinn í nýjan dag, fullan af ævintýrum.

Garmin World Tour
Activity Monitor hvetur börnin í gegnum App Adventures, leik sem er byggður á þema úrsins. Foreldrar geta stillt tíma fyrir verkefni og heimalærdóm, útdeilt verkefnum og þegar barnið nær markmiði færast þau nær sigri.

Rafhlaða
Úrið er með útskiptanlegri CR2025 rafhlöðu sem endist í meira en ár, svo þú þarft aldrei að hafa áhyggjur af hleðslu.

Aðrir eiginleikar
- 112 x 112 MP skjár með 64 litum
- Allt að 14 daga minni
- Skeiðklukka og vekjaraklukka
- Bluetooth
- Snjallforrit fyrir iOS og Android

Eiginleikar
Snjallúr
Framleiðandi
Garmin
Módel
010-02441-12
Litur
Svartur
Rafhlöðuending
1 ár
Bluetooth
Vatnsvörn
5 ATM
Þyngd (g)
25
Strikamerki
753759263577
Samanburður