Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Bose SoundLink Revolve II+ þráðlaus hátalari - Svartur
Bose SoundLink Revolve+ II þráðlausi ferðahátalarinn er handhægur og gerir þér kleift að spila tónlist í góðum gæðum hvar sem þú ert. Revolve+ II varpar hljóði 360° svo það skiptir engu máli hvar hann er staðsettur, Bose hljómurinn ratar til þín. Tengdu hann við snjalltækin með Bluetooth eða NFC og vertu þinn eigin plötusnúður. Hátalarinn er vatnsvarinn, léttur, handhægur og endingargóður svo hann er tilvalinn í útileguna eða ferðalagið. Hægt er að tengja tvo hátalara saman fyrir enn betri hljóm.
Snjallhátalari
Revolve+ II er samhæfur Siri, Google Assistant og Amazon Alexa svo þú getur fengið tilkynningar, uppástungur og svör beint í gegnum hátalarann. Hægt er að tengja Revolve+ II við Amazon Alexa samhæf tæki og stjórna þeim með röddinni. Með innbyggða hljóðnemanum er einnig hægt að eiga símtöl.
Bluetooth með NFC
Tengdu hátalarann við snjallsíma, spjaldtölvu eða önnur Bluetooth samhæf tæki með Bluetooth. Hátalarinn aðstoðar þig við pörunina. Með NFC tækjum geturðu fært símann eða spjaldtölvuna að hátalaranum, parað sjálfkrafa og byrjað að spila tónlist á augabragði.
Enn öflugri hljómur
Tengdu tvo hátalara saman í Stereo eða Party stillingu fyrir enn öflugri hljóm. Með tveimur hátölurum geta fleiri stjórnað tónlistinni. SoundLink Revolve+ II er einnig samhæfur Bose SimpleSync sem samstillir eða skiptir fljótt á milli hljómflutnings með öðrum Bose SimpleSync tækjum.
Ryk- og skvettuvörn
Hafðu ekki áhyggjur af hátalaranum í ferðalaginu. Þráðlausi hátalarinn er IP55 vottaður og þolir þar af leiðandi óhreinindi og skvettur.
Rafhlaða
Endurhlaðanlega rafhlaðan endist allt að 17 klukkustundir.