Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Apple iPhone 16 snjallsími 128 GB - Bleikur
iPhone 16 snjallsíminn er með 48 MP aðalmyndavél, A18 Bionic örgjörva og sér takka á hliðinni fyrir myndavélina.
Hönnun
iPhone 16 er með áreiðanlega hönnun úr gleri og áli. Hann er IP68 vatns- og rykvarinn. Að framan er Ceramic Shield sem er eitt sterkasta gler á snjallsíma og 6,1" Super Retina XDR skjárinn er sérstaklega bjartur í sólarljósi.
Myndavélar
Aðalmyndavélin með 48 MP upplausn tekur myndir í hárri upplausn. Auðvelt er að taka frábærar myndir í góðum gæðum og 2x aðdráttur gerir þér kleift að komast nær viðfanginu. Með Ultra-wide linsunni er hægt að taka myndir í 12 MP.
Örgjörvi
A18 örgjörvinn er tveimur kynslóðum nýrri en A16 örgjörvinn í iPhone 15. Hann er með 6 kjarna þar með 2 kjarnar eru 4040 MHz og 4 kjarnar eru 2200 MHz, hann er einnig skilvirkur með 3nm hönnun. Örgjörvinn er einnig sérstaklega orkusparandi, sem tryggir lengri rafhlöðuendingu.
Rafhlaða
Með A18 örgjörvanum og öflugri rafhlöðu færðu meiri rafhlöðuendingu en nokkru sinni fyrr, eða allt að 22 klukkustundir af myndbandsspilun. Með USB-C hleðslu eða MagSafe færðu svo leifturhraða hleðslu.
Action takki
Action takkinn veitir þér flýtileið í uppáhalds eiginleikann þinn. Veldu það sem hentar þér, til dæmis Silent Mode, Camera, Voice Recording, Shortcuts og fleira. Svo heldur þú einfaldlega takkanum inni til að opna það.
USB-C tenging
Með USB-C tengingu getur þú hlaðið Mac eða iPad með sömu snúru og þú hleður iPhone 16 snjallsímann. Þú getur jafnvel notað iPhone 16 til að hlaða Apple Watch eða AirPods.
Öryggi
Með Accident Detection getur iPhone numið alvarleg bílslys og hringt í neyðarlínuna jafnvel þegar þú getur það ekki.