Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Apple AirPods (2019)
Uppfærð útgáfa af hinum geysivinsælu AirPods, þráðlausu heyrnartólunum frá Apple. Það sem AirPods gerðu vel, gera AirPods (2019) enn betur. Með nýjum örgjörva verða hljómgæðin betri og tenging við tæki sneggri. Uppfærða rafhlaðan bætir klukkustund við taltíma, úr tveimur í þrjár klukkustundir. Nú er líka stuðningur við raddskipanir fyrir Siri.
ATH. þessi útgáfa er ekki með þráðlaus hleðslubox.
Siri: Nú getur þú talað beint við Siri með raddskipunum, en einnig er leggja puttann að heyrnartólunum til að ræsa samskipti við Siri líkt og með upprunalegu AirPods.
Optískum og hraða skynjarar: Þessi mjög nettu heyrnartól gerir það en léttara gerir þau þér kleyft að stjórna tónlistinni einungis með að setja tólinn í eyrun. Um leið og þú setur þau í eyrun byrja þau að spila og um leið og þú tekur þau af þér stoppa þau tónlistina.
Handfrjáls búnaður: Með iPhone símanum þínum.
Rafhlaða: Heyrnartólin koma með hleðsluhylki sem er hannað sérstaklega til að geyma heyrnartólin í og gerir þér kleift að nota þau í allt að 24 klst. án þess að þurfa að hlaða. Settu bara heyrnartólin í hleðsluhylkið í 15 mínútur og eftir það er hægt að nota heyrnartólin í allt að 3 klst. Heyrnartólin geta geymt allt að 5 klst. hleðslu í sér ef þeim er leyft að hlaða sig lengur. Hleðsluhylkið er hlaðið með lightning snúru sem fylgir með.
Virkar með: iPhone, iPad og iPod touch með iOS 12.2 eða nýrra og einnig með Apple Watch með watchOS 5.2 eða nýrra. Styður macOS 10.14.4 eða nýrra svo þú getur notað þau með Apple fartölvunni. Einnig virka AirPods með Android snjalltækjum og tengjast þeim eins og hefðbundin Bluetooth tæki.