Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Greiðslumáti
Þú getur valið þann greiðslumáta sem hentar þér í öllum verslunum ELKO sem og vefverslun.
Veldu þann greiðslumáta sem hentar þér
Í vefverslun ELKO er boðið upp á eftirfarandi greiðslumáta
Kredit- og debitkort
Hægt að greiða með bæði kreditkortum og debitkortum á elko.is með öruggri greiðsluleið í gegnum greiðslulausn Rapyd, www.rapyd.is.
Notast er við 3D Secure staðfestingaraðferð sem sendir staðfestingarkóða í farsímanúmer korthafa eða notast við heimabanka smáforrit til að staðfesta úttekt.
Raðgreiðslur
ELKO býður VISA og MasterCard korthöfum greiðsludreifingu með Kortalánum. Þjónustan er bæði í boði í verslunum og í kaupferli í vefverslun.
Samþykkja þarf kortalán með rafrænum skilríkjum.
Síminn Pay Léttkaup
Þegar verslað er með Símanum Pay er notað Pay appið til að greiða fyrir vöru.
Allir geta notað Pay – óháð fjarskiptafyrirtæki eða viðskiptabanka. Eina sem þú þarft að vera með er íslenskt kredit- eða debetkort.
Sjá nánari upplýsingar á www.siminn.is/siminn-pay
Hægt er að dreifa greiðslum í 6 eða 12 mánuði: Pay Léttkaup. 0,0% vextir, 4,0% lántökugjald og 755 kr./greiðslu
Netgíró
Að nota Netgíró er öruggur og þægilegur verslunarmáti á netinu.
Þú skráir þig sem notenda á www.netgiro.is
Aukakrónur
Safna Aukakrónum í ELKO
Ef þú ert viðskiptavinur Landsbankans safnar þú Aukakrónum þegar þú notar kreditkortið þitt í ELKO, bæði í verslunum og í vefverslun.
Nota Aukakrónur í ELKO
Þú getur borgað með Aukakrónum í ELKO. Allar Aukakrónur sem safnast eru greiddar inn á úttektarkortið þitt frá Landsbankanum. Úttektarkortið getur þú síðan notað eins og hvert annað greiðslukort til að greiða fyrir vörur.
Gjafakort ELKO
Gjafakort ELKO virka í öllum verslunum ELKO og renna aldrei út. Smelltu hér til að kaupa kort.
Vegna tæknilegra örðugleika hjá færsluhirði er ekki hægt að greiða með gjafakorti ELKO á elko.is eins og staðan er núna.
Greiðslumátar í verslun ELKO á Keflavíkurflugvelli
Hægt er að greiða með greiðslukortum, peningum, kortalánum, Netgíró, Síminn Pay, Aukakrónum og gjafakortum í verslun ELKO á Keflavíkurflugvelli. Tekið er á móti íslenskum krónum, evrum og dollurum. Athugið að ekki er tekið á móti norskum, dönskum og sænskum seðlum ( DKK, NOK og SEK)