Heimilistæki

Hljóð og mynd

Símar og úr

Tölvur

Gaming

Snúrur og rafmagn

Snyrting og heilsa

Snjallheimili

Áhugamál og farartæki

Unaðsvörur

InnskráningKarfaUpplýsingarÓskalisti
Duty Free

Ábyrg endurvinnsla hjá ELKO

ELKO hefur í nokkur ár keypt gömul raftæki af viðskiptavinum undir formerkjunum „Fáðu eitthvað fyrir ekkert“. Þar er vísað í gömul rafætki sem eru ekki lengur í notkun sem hægt er að koma aftur inn í hringrásarhagkerfi raftækja þar sem þau eru ýmist endurunnin eða endurnýtt. Tækin sem ELKO kaupir af viðskiptavinum eru til að mynda snjallsímar, fartölvur, leikjatölvur og spjaldtölvur en eru þessir flokkar í sífelldri endurskoðun.

Við seljum svo uppgerðar vörur frá viðurkenndum aðilum aftur til viðskiptavina. Hægt er að skoða uppgerðar vörur á elko.is.

Eitthvað fyrir ekkert

Áttu gamlan snjallsíma, spjaldtölvu, leikjatölvu eða fartölvu sem safnar ryki heima hjá þér? Komdu með gömlu snjalltækin og við kaupum þau af þér og komum þeim áfram í ábyrga endurvinnslu eða endurnýtingu.

1. Farðu í fjársjóðsleit heima, kannski leynist sími, spjaldtölva, Playstation leikjatölva, Xbox leikjatölva eða fartölva ofan í skúffu.

2. Kíktu í næstu ELKO verslun.

3. Starfsfólk ELKO skráir inn upplýsingar um tækið og fer í gegnum einfaldan gátlista til að sjá hvað þú færð fyrir það.

4. Þú selur okkur tækið og færð inneignarnótu í ELKO sem rennur aldrei út.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar

Endurvinnsla - Endurvinnsluskápar

Með því að að setja auknar áherslur á umhverfismál og endurvinnslu notaðra raftækja þá höfum við tekið endurvinnsluna skrefinu lengra. Í öllum ELKO verslunum má finna endurvinnsluskápa þar sem tekið er við smærri raftækjum, snúrum, rafhlöðum, blekhylkjum, ljósaperum og flúrperum. Þessum tækjum er svo komið í rétt endurvinnsluferli hjá fagaðilum sem tryggja að hráefnin séu endurinnin eins vel og kostur gefst.

Tækifæri - Útlitsgallaðar vörur, skilavörur, lagerhreinsun

Í öllum verslunum ELKO er að finna TÆKIFÆRI þar sem vörur hafa verið settar fram á lækkuðu verði. Um er að ræða skilavörur, sýningareintök eða einfaldlega vörur sem eru að hætta í sölu. Allar þessar vörur eru seldar með sömu ábyrgðarskilmálum og skilarétt og aðrar vörur í verslunum ELKO.
Það leynast því tækifæri í öllum verslunum þar sem finna má vörur á lækkuðu verði og má því oft gera virkilega góð kaup á völdum raftækjum!

Allar vörur sem falla undir Tækifæri eru í fullri ábyrgð og hafa skilarétt samkvæmt skilmálum ELKO.

Lefrik

Viltu endingargóðan bakpoka frá framleiðenda sem hugsar um umhverfið? Lefrik framleiðir bakpoka og fleiri töskur út endurunnu pólýster efni sem er búið til úr plastflöskum.

Lefrik var stofnað árið 2012 og hannar skólatöskur, bakpoka og ferðabúnað með því að nota umhverfisvænasta efnið úr endurunnum PET plastflöskum.

Lefrik býður meðvituðum neytendum aðgang að nýstárlegum vörum með áherslu á stíl og virkni.

Fairphone

Fairphone er hollenskur raftækjaframleiðandi sem hannar og framleiðir snjallsíma. Fyrirtækið miðar að því að minnka umhverfisfótspor með því að lágmarka notkun á átakasteinefnum í tækjum sínum, viðhalda sanngjörnum vinnuskilyrðum fyrir starfsfólk sitt og birgja og leyfa notendum að viðhalda eigin tækjum með úrvali íhluta sem auðvelt er að skipta um og fást einnig í verslunum ELKO.

Nokia G22 og G42

Nokia og iFixit

Haltu símanum lengur í notkun og minnkaðu umhverfisáhrif - Nokia G22 er hannaður til að vera auðveldur að gera við. QuickFix hönnunin gerir þér kleift að skipta um skjá, brotið eða beyglað hleðslutengi eða ónýta rafhlöðu án þess að fara á verkstæði. Með samstarfi iFixit og Nokia er auðvelt að kaupa varahluti, tól og leiðbeiningar á iFixit vefsíðunni. Til að fá meiri upplýsingar um Nokia viðgerðir er hægt að skoða Self-Repair síðu þeirra.

Mikróplast sía fyrir þvottavélar

Komdu í veg fyrir að míkróplast renni með affallinu frá þvottavélinni þinni með míkróplast síu frá Electrolux fyrir Electrolux, AEG og Zanussi þvottavélar.

Smelltu hér til að skoða vöruna.

Samanburður