Stór heimilistæki

Heimilistæki

Hljóð og mynd

Símar og úr

Tölvur

Gaming

Snúrur og rafmagn

Snyrting og heilsa

Snjallheimili

Áhugamál og farartæki

Unaðsvörur

InnskráningKarfaUpplýsingarÓskalisti
Duty Free

Fáðu eitthvað fyrir ekkert

Áttu gamlan snjallsíma, spjaldtölvu, leikjatölvu eða fartölvu sem safnar ryki heima hjá þér? Komdu með gömlu snjalltækin og við kaupum þau af þér. Þau verða tekin í sundur, endurunnin og endurnýtt eins og hægt er.

Hvernig virkar þetta?

1. Farðu í fjársjóðsleit heima. Kannski leynist sími, spjaldtölva, leikjatölva eða fartölva ofan í skúffu.

2. Ef tækið virkar er gott að hlaða það svo hægt sé að verðmeta það.

3. Kíktu í næstu ELKO verslun*

4. Starfsfólk ELKO skráir inn upplýsingar um tækið og fer í gegnum einfaldan gátlista til að sjá hvað þú færð fyrir það.

5. Þú selur okkur tækið og færð inneignarnótu í ELKO sem rennur aldrei út.

*Hægt er að koma í verslanir ELKO Lindum, Skeifunni, Granda og á Akureyri.

Nánari upplýsingar

ELKO kaupir gömul raftæki til að gefa þeim nýtt líf í samstarfi við Foxway Group í Eistlandi sem endurvinnur hvern einasta smáhlut í tækinu þannig að ekkert fer til spillis og kemur þeim áfram í hringrásarhagkerfið.

Þessi raftæki innihalda ekki aðeins hættuleg, eitruð og umhverfisskaðleg efni – heldur innihalda þau einnig dýrmæt efni sem ætti að endurnota. Það er takmarkað magn af þessum dýrmætu efnum til í heiminum og þar sem uppsprettur sumra þeirra eru ekki endurnýjanlegar þurfum við því að tryggja að þessi efni séu endurnýtt.

Gömlu tækin verða ekki að virka til þess að við kaupum þau en vert er þó að taka fram að hærra verð fæst fyrir tæki sem eru í nothæfu ástandi. Ef tækið er ekki í  nothæfu ástandi þá er þó tekið við því fyrir endurvinnslu en eflaust er þá engin upphæð veitt í staðinn.

Áður en þú kemur með tækið til okkar þá verður tækið að vera hlaðið, ólæst og þarf að vera afvirkjað við „Find my iPhone“. Ef tækið er ólæst og enn tengt við „Find my Iphone“ þá fæst minna fyrir tækið. Einnig er athugað hvort tækið hafi verið tilkynnt stolið áður en tekið er við því. Þá er einnig gott að eyða öllum gögnum af tækinu áður en þið komið með það. Sérstaklega ef þú vilt afrit af þeim öllum. Þegar tækið fer áfram í ferlinu, er öllum gögnum eytt af því samkvæmt General Data Protection Regulation (e. GDPR).

Tækjunum er því næst safnað saman og þau send í ábyrgt endurvinnslukerfi hjá Foxway þar sem snjalltækin eru annað hvort yfirfarin og endurnýtt eða endurunnin eins og hægt er. Foxway tryggir að öll förgun sé sem umhverfisvænust og samkvæmt skilyrðum Waste Electrical and Electronic Equipment (e. WEEE)

Jákvæð áhrif

Árið 2022 keypti ELKO yfir 4.700 notuð tæki frá viðskiptavinum. Um 60% raftækjanna voru endurnýtt og um 40% fóru í endurvinnslu. Endurnýting og endurvinnsla snjalltækja skapar talsverð jákvæð umhverfisáhrif en með móttöku á snjalltækjum í samstarfi við Foxway má áætla að viðskiptavinir ELKO hafi sparað jörðinni ígildi losunar af 209.000 kg CO2 árið 2022.

Samanburður